OpenShot Studios er margverðlaunað hugbúnaðarfyrirtæki frá Texas sem stofnað var í byrjun árs 2012. Við leggjum okkur fram um að hanna falleg, hágæða og aðlaganleg vefsvæði og hugbúnað, og leggjum mikið til þróunar á frjálsum, opnum hugbúnaði. Við erum stoltir meðlimir í Open Invention Network (OIN), félagahópi sem styrkir stöðu okkar við að vernda hagsmuni verkefna með opinn grunnkóða og samstarfsaðila okkar.

Við höfum sett upp hugbúnað fyrir milljónir notenda, og við vitum hvað til þarf við hönnun og aðlögun vefja, snjallforrita og borðtölvuhugbúnaðar. Verkefnið þitt er í góðum höndum hjá okkur! Sendu okkur tölvupóst hvenær sem er!

Hafðu samband við okkur

  • Heimilisfang: 2931 Ridge Rd #101, Rockwall, TX 75032
    United States
  • Sími: (817) 385-1370
  • Tölvupóstur: sales@openshot.org

Þjónustur okkar

Sjálfvirk vinnsla myndskeiða, API-myndvinnsla, vinnsla myndskeiða í tölvuskýi

Við erum höfundar verðlaunaða OpenShot myndskeiðavinnsluforritsins. Við erum einnig höfundar af libopenshot og OpenShot Cloud API, sem eru öflug myndskeiðavinnslukerfi sem hægt er að nota við sjálfvirka vinnslu myndskeiða. Ef þú ert með hundruð klukkutíma af myndefni og veist ekki hvert þú átt að snúa þér... veistu núna hvað þú átt að gera!

Vefhönnun / Aðlaganleg hönnun / Kvarðanleg hönnun

Okkur finnst gaman að byggja frábær vefsvæði! Við nýtum okkur hágæða bakgrunnskerfi á borð við Django, jQuery, Angular.js, og Bootstrap, fulla samþættingu við samfélagsmiðla eins og Facebook og Twitter, til að útbúa frumleg og áhrifamikil vefforrit fyrir viðskiptavini okkar.

Skjáborðsforrit / Snjalltækjaforrit

Þótt veflæg forrit séu vissulega að taka yfir heiminn, þá þarf stundum að nota venjuleg forrit á tölvum! Eitthvað sem býr yfir því öryggi og hraða sem vinnutölvur geta veitt. Við höfum reynslu af mörgum þverkerfa viðmótstólum, eins og t.d. Qt og GTK!

Aðgerðasöfn / Skriftur / Sjálfvirkni

Sum forrit eru ekki einusinni með viðmót! Við erum með langa reynslu af því að byggja C & C++ aðgerðasöfn og API forritunarviðmót, þar með talin sum flókin, fjölþráða, fyrir dreifvinnslu, og fyrir vinnslu myndskeiða. Ef svo vantar bindingar fyrir Python, Ruby eða annað forritunarmál, ekkert mál!

Uppbygging skýjavinnslu / Kvörðuð skýjavinnsla

Þrátt fyrir að orð eins og 'skýjalausnir' séu vissulega ofnotuð, er vinnsla í tölvuskýjum samt verulega notadrjúg í mörgum tilfellum. Með því að borga einungis fyrir það reikniafl sem þú raunverulega þarft, kemur sá möguleiki að kvarða reksturinn upp eða niður, allt eftir þörfum hverju sinni. Við höfum sérhæft okkur í rekstri sem notar Amazon Elastic Compute Cloud (EC2). Ótakmarkað reikniafl fyrir alla!

Aðgerðasöfn & forrit með opnum grunnkóða

Á meðan við skemmtum okkur við að byggja frábæra hluti fyrir viðskiptavini okka, erum viðp líka að hanna forrit og gefum þau út með frjálsum notkunarlyfum fyrir allan heiminn að njóta! Skoðaðu OpenShot Video Editor, libopenshot, og libopenshot-audio.

Útlitshönnun / Hönnun myndskeiða

Ertu að leita að nýjum útlitsauðkennum, nýju flottu vörumerki eða glæsilegri framsetningu bæklings fyrir fyrirtækið þitt. Við eru ekki bara að hanna frábær vefsvæði, heldur erum við í leiðinni að vinna einstakt og frumlegt myndefni og búum yfir mikilli reynslu við prent- og stafræna miðlun. Ef þig dreymir eitthvað, getum við teikna það!

Ráðgjöf / Forritunarþjónusta

Við höfum gaman af að heyra um nýjar hugmyndir og verkefni, þannig að þú skalt ekki hika við að senda okkur tölvupóst! Þú segir okkur einfaldlega hvað þú ert með í huga, við gerum faglega greiningu á verkefninu og gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu!


Umsagnir um okkur

"Jonathan over-delivered on every aspect of our project, and I can guarantee you will receive a first class job. This is a top developer and trust me I have worked with a few."

by blastecukMay 20, 2013, United Kingdom

"Jonathan is an excellent and competent worker. He has good communication skills. His knowledge in his area of expertise is unparalleled. I look forward to future business with Jonathan."

by soxmaxAug 31, 2012, United States

"Excellent worker, very good communication, did what was requested and also better, finished project far earlier then deadline. Will work with him again."

by davidemiJan 25, 2012, Italy

"A logo was designed with his original work and ideas. The work was provided super fast in the formats that I requested. He is creative, professional and communicates well. Overall awesome work."

by flexdesJun 24, 2011, United States

"What a dude! When times are rough you've been there. Diamond geezer!!"

by john78255Dec 2, 2007, United Kingdom

"Thank you for all of your patience and help on this project. It is going to make things so much easier for our online shoppers to see our products better. Great job and communication."

by angelkissesvwDec 26, 2007, United States

"Turns code around SUPER fast!!! I will use this worker in the future, especially if I am in a pinch and need something turned around really fast!"

by mrwjr2003Nov 16, 2007, United States

"Jonathan is a quick and efficient worker. He knows his stuff and is capable of carry out his plan on time. I highly recommend him."

by zeustechNov 13, 2007, United Kingdom

"Very patient and excellent worker!"

by thinksteinNov 8, 2007, United States


Ókeypis verðtilboð

Við höfum gaman af að heyra um nýjar hugmyndir og verkefni, þannig að þú skalt ekki hika við að senda okkur línu! Þú segir okkur einfaldlega hvað þú ert með í huga, við gerum faglega greiningu á verkefninu og gerum verðtilboð þér að kostnaðarlausu! Bara að senda okkur tölvupóst til að komast í gang.